Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 11:17 Undanfarnar tvær vikur hafa mótmæli sprottið upp víða um Kanada vegna Covid-takmarkana en mótmælin hófust vegna bólusetningarskyldu vörubílstjóra. Getty/Kadri Mohamed Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33