Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 15:00 Ógreind sýni hrannast upp vegna mikils álags á veirufræðideild Landspítala. Mynd/Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56
Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17
Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14