Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:20 Töluverð breyting verður á samsetningu fulltrúa flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Stöð 2/Sigurjón Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15
Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels