Ragnhildur Alda boðar oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 10:37 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir vill leiða sjálfstæðismenn í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi hefur þegar gefið kost á sér. Vísir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún fer þar upp á móti Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa, sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningum. „Þetta var búið að blunda í mér síðastliðinn mánuð og það er bara þannig að við sjálfstæðismenn elskum valfrelsið og tölum um hvað okkur þykir vænt um það. Mér fannst vanta að virða það og tel mig góðan valkost,“ segir Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá framboði Ragnhildar en í viðtali sem birtist í blaðinu í morgun segist Ragnhildur leggja mikla áherslu á húsnæðis- og samgöngumál, leikskóla- og grunnskólamál og þjónustu við íbúa almennt. Ragnhildur Alda fer upp á móti Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa, í oddvitaslaginum eins og áður segir en Hildur var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Ragnhildur segist ekki kvíðin fyrir því að fara upp á móti manneskju sem hefur verið í forystu flokksins í borginni undanfarið kjörtímabil. Vill forræðishyggjuna burt Ragnhildur Alda greinir frá þessu í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Hún segist leggja áherslu á húsnæðis- og samgöngumál, leikskóla- og grunnskólamál og þjónustu við íbúa almennt. „Ég er bara búin að vera það lengi í innra starfi flokksins og vera mjög virk þar. Þegar maður hefur stýrt og starfað í nokkrum kosningum þá sér maður bara að þetta er röð verkefna sem þarf að klára. Ég hef marga hildi háð þannig að hún er mjög flottur keppinautur í þetta og þykir heiður að fá að setja hattinn minn í hringinn,“ segir Ragnhildur. Stefnumótun núverandi meirihluti í þeim málum, að hennar mati, hafi einkennst af forræðishyggju. Sem sé að hennar mati leið til að halda úti lélegri þjónustu. „Ég vil sjá borgina fara úr því að vera með forræðishyggju að baki sinni stefnumótun í að láta stefnumótun snúast um þarfir íbúanna. Við þurfum að byggja 27 þúsund íbúðir á næstu átta árum samkvæmt nýjustu mannfjöldaspá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og þá þýðir það að það að einblína bara á þéttingarreiti er aldrei að fara að duga,“ segir Ragnhildur og segist vilja sjá að byggt verði á nýju landi og borgin breikkuð út. „Við þurfum þar af leiðandi að leggja áherslu á að greiða fyrir umferð og ferðalaga allra óháð ferðamáta og við verðum upp úr því að byggja upp innviðina alls staðar, eins og leikskóla og skóla því þetta vinnur saman. Ef það eru ekki nógu góðir innviðir þá eykur það á umferðina.“ Borgarlínan gangi ekki upp sé Strætó farlama Þá segir hún að hafa þurfi meira samráð við rekstraraðila í miðborginni um skipulag þar. „Það sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur verið að tala fyrir núna er fækkun bílastæða og fleira en þetta er bara ekki að fara að ganga upp. Mér finnst að það ætti að vera miklu betra samráð við rekstraraðila. Þurfa götur niðri í miðbæ að vera göngugötur? Gæti verið að vistgötur séu betri lausn?“ spyr Ragnhildur. Sömuleiðis segir hún að endurhugsa þurfi áætlanir um Borgarlínu. „Eins og staðan er núna hefur Strætó sligast undan rekstrarkostnaðinum sem hefur fylgt honum og það hefur valdið því að Strætó hefur þurft að minnka þjónustu við íbúa, fækka stoppum og hætta með næturstrætó. Við erum núna að tala um að fara í samgöngubreytingar, Borgarlínuna, sem mun vera mjög kostnaðarsöm eins og hún lítur út núna og Borgarlínan á að fara í gegn um borgina eins og snákur og Strætó að fæða hana úr efri byggðum og hverfunum. Þetta mun ekki ganga upp ef Strætó er farlama. Við þurfum að huga að því að við sitjum ekki uppi með samgöngukerfi sem kostar skattgreiðendur gífurlegt fjármagn en virkar svo ekki sem skyldi.“ Uppfært klukkan 13:10 eftir að tal náðist af Ragnhildi. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Marta fer ekki fram gegn Hildi en gefur kost á sér í annað sætið Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hyggst ekki fara fram gegn Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þess í stað sækist hún eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins. 10. febrúar 2022 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Þetta var búið að blunda í mér síðastliðinn mánuð og það er bara þannig að við sjálfstæðismenn elskum valfrelsið og tölum um hvað okkur þykir vænt um það. Mér fannst vanta að virða það og tel mig góðan valkost,“ segir Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá framboði Ragnhildar en í viðtali sem birtist í blaðinu í morgun segist Ragnhildur leggja mikla áherslu á húsnæðis- og samgöngumál, leikskóla- og grunnskólamál og þjónustu við íbúa almennt. Ragnhildur Alda fer upp á móti Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa, í oddvitaslaginum eins og áður segir en Hildur var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Ragnhildur segist ekki kvíðin fyrir því að fara upp á móti manneskju sem hefur verið í forystu flokksins í borginni undanfarið kjörtímabil. Vill forræðishyggjuna burt Ragnhildur Alda greinir frá þessu í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Hún segist leggja áherslu á húsnæðis- og samgöngumál, leikskóla- og grunnskólamál og þjónustu við íbúa almennt. „Ég er bara búin að vera það lengi í innra starfi flokksins og vera mjög virk þar. Þegar maður hefur stýrt og starfað í nokkrum kosningum þá sér maður bara að þetta er röð verkefna sem þarf að klára. Ég hef marga hildi háð þannig að hún er mjög flottur keppinautur í þetta og þykir heiður að fá að setja hattinn minn í hringinn,“ segir Ragnhildur. Stefnumótun núverandi meirihluti í þeim málum, að hennar mati, hafi einkennst af forræðishyggju. Sem sé að hennar mati leið til að halda úti lélegri þjónustu. „Ég vil sjá borgina fara úr því að vera með forræðishyggju að baki sinni stefnumótun í að láta stefnumótun snúast um þarfir íbúanna. Við þurfum að byggja 27 þúsund íbúðir á næstu átta árum samkvæmt nýjustu mannfjöldaspá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og þá þýðir það að það að einblína bara á þéttingarreiti er aldrei að fara að duga,“ segir Ragnhildur og segist vilja sjá að byggt verði á nýju landi og borgin breikkuð út. „Við þurfum þar af leiðandi að leggja áherslu á að greiða fyrir umferð og ferðalaga allra óháð ferðamáta og við verðum upp úr því að byggja upp innviðina alls staðar, eins og leikskóla og skóla því þetta vinnur saman. Ef það eru ekki nógu góðir innviðir þá eykur það á umferðina.“ Borgarlínan gangi ekki upp sé Strætó farlama Þá segir hún að hafa þurfi meira samráð við rekstraraðila í miðborginni um skipulag þar. „Það sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur verið að tala fyrir núna er fækkun bílastæða og fleira en þetta er bara ekki að fara að ganga upp. Mér finnst að það ætti að vera miklu betra samráð við rekstraraðila. Þurfa götur niðri í miðbæ að vera göngugötur? Gæti verið að vistgötur séu betri lausn?“ spyr Ragnhildur. Sömuleiðis segir hún að endurhugsa þurfi áætlanir um Borgarlínu. „Eins og staðan er núna hefur Strætó sligast undan rekstrarkostnaðinum sem hefur fylgt honum og það hefur valdið því að Strætó hefur þurft að minnka þjónustu við íbúa, fækka stoppum og hætta með næturstrætó. Við erum núna að tala um að fara í samgöngubreytingar, Borgarlínuna, sem mun vera mjög kostnaðarsöm eins og hún lítur út núna og Borgarlínan á að fara í gegn um borgina eins og snákur og Strætó að fæða hana úr efri byggðum og hverfunum. Þetta mun ekki ganga upp ef Strætó er farlama. Við þurfum að huga að því að við sitjum ekki uppi með samgöngukerfi sem kostar skattgreiðendur gífurlegt fjármagn en virkar svo ekki sem skyldi.“ Uppfært klukkan 13:10 eftir að tal náðist af Ragnhildi.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Marta fer ekki fram gegn Hildi en gefur kost á sér í annað sætið Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hyggst ekki fara fram gegn Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þess í stað sækist hún eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins. 10. febrúar 2022 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20
Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15
Marta fer ekki fram gegn Hildi en gefur kost á sér í annað sætið Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hyggst ekki fara fram gegn Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þess í stað sækist hún eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins. 10. febrúar 2022 06:32