„Þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:00 Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdarstjórn Los Angeles Rams. Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdastjórn Los Angeles Rams og hefur verið í lykilhlutverki byggingu nýs og glæsilegs leikvangs þar sem Super Bowl fer fram annað kvöld. Eiríkur Stefán ræddi við Skarphéðinn um þetta risavaxna verkefni. Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira