Di Canio segir að Virgil van Dijk sé pirraður og ekki sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 11:01 Virgil Van Dijk og félagar í Liverpool hafa haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum. Getty/Clive Brunskill Gamla ítalska knattspyrnuhetjan Paolo Di Canio, sem gerði garðinn meðal annars frægan í ensku úrvalsdeildinni, hefur sterkar skoðanir á Virgil van Dijk hjá Liverpool og hvernig hollenski miðvörðurinn er að spila eftir að hafa komið til baka eftir krossbandsslit. Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira