Helga Jóhanna stefnir á þriðja sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2022 10:31 Helga Jóhanna Oddsdóttir. Helga Jóhanna Oddsdóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helgu Jóhönnu sem hefur undanfarin tvö ár starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna. „Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og uppalinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í 10 ár,“ segir Helga Jóhanna. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. „Stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Við höfum allt til að bera til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurshópa, frá vöggu til grafar,“ segir Helga. „Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003-2008, aðalmaður í barnaverndarnefnd í 8 ár og aðalmaður í fræðsluráði í 4 ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórnenda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigsins.“ Helga Jóhanna segist trúa því að reynsla hennar og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel. Hún hlakki til að stíga sín fyrstu skref í þá átt sem frambjóðandi. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og uppalinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í 10 ár,“ segir Helga Jóhanna. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. „Stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Við höfum allt til að bera til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurshópa, frá vöggu til grafar,“ segir Helga. „Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003-2008, aðalmaður í barnaverndarnefnd í 8 ár og aðalmaður í fræðsluráði í 4 ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórnenda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigsins.“ Helga Jóhanna segist trúa því að reynsla hennar og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel. Hún hlakki til að stíga sín fyrstu skref í þá átt sem frambjóðandi. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira