Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Frá öldrunarheimili á Spáni. Vísir/Getty Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd. Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira