Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón. Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05
Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08