Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. febrúar 2022 12:00 Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19