„Við erum deilieldhús og hér getur fólk með matarhugmyndir prófað sig áfram og þróað framleiðsluvörur. Frá því að ég stofnaði Eldstæðið 2020 hafa yfir sextíu verkefni komið hér í gegn og yfir þrjátíu verkefni eru virk á markaðnum,“ segir Eva Michelsen en hún setti Eldstæðið á laggirnar þegar hún sjálf þurfti á fullvottuðu eldhúsi með aðstöðu til matvælaframleiðslu að halda.
Mikil gróska er í smáframleiðslu að sögn Evu og á Frumkvöðladögum Fjarðarkaupa gefst því einstakt tækifæri til að kynna sér nýjar matvörur á markaðnum.
Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um framleiðendur sem taka þátt í Frumkvöðladögum:
Svava Sinnep

Sælkerasinnep framleitt á Íslandi en byggt á sænskum sið og hefðum. Sinnepið er gott á grillmat, með grænmeti og með reyktum mat. Fæst nú í FK í þremur bragðtegundum:
- Svava sinnep sterkt með sætukeim
- Svava sinnep með aðalbláberjum og blóðbergi
- Svava sinnep með Flóka viskí
Anna Marta

Anna Marta hefur mikla ástríðu fyrir hollum mat og hreyfingu. Hún vinnur sem þjálfari og hefur á undanförnum árum enn fremur starfað við að fræða og leiðbeina fólki um hollari lífsvenjur. Anna Marta er með tvær vörur í sölu í FK:
- Döðlumauk hentar þeim sem velja vegan og glútenlausan mat
- Pestó vegan, sykurlaust og glútenlaust
The Grumpy Whale

The Grumpy Whale var stofnað árið 2020 með smá bolla af heitu súkkulaði og miklum metnaði. Íslensk framleiðsla. Framleiða tvær tegundir af heitu súkkulaði.
- Beluga (hvítt súkkulaði)
- Original (venjulegt súkkulaði)
Kandís

Kandís er íslenskur sælgætisframleiðandi. Við framleiðum hágæða, handlagað nammi (brjóstsykur) með því að nota aðeins náttúruleg innihaldsefni.
- Kandís, brjóstsykur með Rabarbarabragði
- Kandís, brjóstsykur með birki- og eplabragði
- Kandís, brjóstsykur með Hvannar- og sólberjabragði
Sjávarbúrið

Tilbúnir fiskréttir (beint í ofninn) réttirnir eru traustir, bragðgóðir og búnir til úr fersku hráefni. Marineringar frá grunni, úr lifandi kryddjurtum.
- Sóltómatar & basil - Saltfiskur
- Ýsa m/brokkolí og ostasósu
- Lime & Kóríander - Bleikja
Sæhrímnir Sausages

Sæhrímnir býður upp á ferskar handverkspylsur. Gömlu góðu bresku bangers og fleiri framandi brögð. Íslensk framleiðsla.
- Sæhrímnir - Cumberland Sausage
- Sæhrímnir - Argentinian Chorizo Criollo
- Sæhrímnir - Welsh Dragon Sausages
Kikk & Krásir

Nýr íslenskur framleiðandi sem er að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu og setja á markað í fyrsta sinn á Íslandi Kúrekanammi.
- Kúrekanammi (niðurskorið Jalapeno í sírópslegi)
Álfagrýtan

Álfagrýtan er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í tilbúnum mat og réttum.
- Vorrúllur með grísakjöti og grænmeti
Bökum Saman

Bökum saman er fyrirtæki sem framleiðir fallegar öskjur sem innihalda öll hráefni til þess að baka góðar kökur í eldhúsinu heima.
- Snúðar með glassúr
- Snúðar með karamellu
- Þristakaka
Emmson sveppir

Framleiðir sveppi af ýmsum toga, og einnig býður upp á að neytendur geti sjálf ræktað sína sveppi á einfaldan hátt.
- Rætunarsett fyrir Ostrusveppi , tilbúinn til ræktunar
Ella Stína

Ella Stína framleiðir ýmsar tegundir af vegan vörum, meðal annars vegan buff.
- Vegan buff er hægt að nota í margvíslega útfærslur í matargerð.
Jaki

Jaki er nýr og byltingakenndur frostpinnaframleiðandi sem vinnur einungis úr ferskum ávöxtum og grænmeti.
- Jaki Ávaxtapinnar, m. Jarðarberjum, döðlum og spínati.