Bjóða börnum að gerast listamenn Elísabet Hanna skrifar 17. febrúar 2022 12:30 Börnin fá að skoða og skapa list. Getty/ PeopleImages Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin. Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“ Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“
Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31
Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01