Forseti LaLiga: Mbappe og Haaland fara til Real Madrid í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 13:01 Kylian Mbappe fagnar sigurmarki sínu á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. AP/Thibault Camus Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, er með munninn fyrir neðan nefið og hann hefur nú komið með stóra yfirlýsingu varðandi framtíð franska framherjans Kylian Mbappe. Tebas segir að það sé öruggt að Mbappe fari til Real Madrid í sumar. Samningur Mbappe og Paris Saint Germain rennur út í sumar og hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid. Javier Tebas: "El Madrid se hará con Haaland y Mbappé mientras la Juventus y el Barça se arruinan" https://t.co/OCyvsXo6N8— El Primer Palo (@eselprimerpalo) February 17, 2022 Á dögunum láku út upplýsingar um svakalegan samning Mbappe og Real Madrid en hann sjálfur hefur alltaf sagt að hann ákveði sig ekki fyrr en í sumar. Tebas var ekki alveg hættur í yfirlýsingunum því hann sagði líka að Kylian Mbappe yrði ekki eini stjörnuleikmaðurinn sem Real Madrid fær til sín í sumar. „Madrid mun fá Mbappe og [Erling] Haaland í sumar þar sem að hin liðin [Barcelona og Juventus] eru nánast á hausnum. Koma Mbappe eru frábærar fréttir fyrir LaLiga enda það besta sem gæti komið fyrir deildina,“ sagði Javier Tebas. Tebas suelta la bomba: "El Real Madrid se va a hacer con Mbappé y Haaland"https://t.co/CHOV4BThZ1#RealMadrid #Mbappé #PSG pic.twitter.com/SICmUoKCfV— Defensacentral.com (@defcentral) February 16, 2022 Tebas dró reyndar aðeins í land seinna í viðtalinu varðandi þessar yfirlýsingar og sagðist ekki vera með þetta staðfest. „Ég hef engar upplýsingar um Mbappe en ég hef ég séð ófá dæmi um leikmenn sem hafa átt sex mánuði eftir af samningi sínum og hafa ekki endursamið við liðið, heldur farið í annað félag,“ sagði Tebas. PSG hafnaði tvö hundruð milljóna tilboði Real Madrid í Mbappe síðasta sumar. Fjölskylda Mbappe hefur verið í viðræðum um stutta framlenginginu á samningi hans en enginn samningur er í höfn. Hinn 23 ára framherji sýndi snilli sína í Meistaradeildinni í vikunni þegar einstaklingsframtak hans skilaði honum sigurmarkinu í fyrri leik PSG og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Tebas segir að það sé öruggt að Mbappe fari til Real Madrid í sumar. Samningur Mbappe og Paris Saint Germain rennur út í sumar og hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid. Javier Tebas: "El Madrid se hará con Haaland y Mbappé mientras la Juventus y el Barça se arruinan" https://t.co/OCyvsXo6N8— El Primer Palo (@eselprimerpalo) February 17, 2022 Á dögunum láku út upplýsingar um svakalegan samning Mbappe og Real Madrid en hann sjálfur hefur alltaf sagt að hann ákveði sig ekki fyrr en í sumar. Tebas var ekki alveg hættur í yfirlýsingunum því hann sagði líka að Kylian Mbappe yrði ekki eini stjörnuleikmaðurinn sem Real Madrid fær til sín í sumar. „Madrid mun fá Mbappe og [Erling] Haaland í sumar þar sem að hin liðin [Barcelona og Juventus] eru nánast á hausnum. Koma Mbappe eru frábærar fréttir fyrir LaLiga enda það besta sem gæti komið fyrir deildina,“ sagði Javier Tebas. Tebas suelta la bomba: "El Real Madrid se va a hacer con Mbappé y Haaland"https://t.co/CHOV4BThZ1#RealMadrid #Mbappé #PSG pic.twitter.com/SICmUoKCfV— Defensacentral.com (@defcentral) February 16, 2022 Tebas dró reyndar aðeins í land seinna í viðtalinu varðandi þessar yfirlýsingar og sagðist ekki vera með þetta staðfest. „Ég hef engar upplýsingar um Mbappe en ég hef ég séð ófá dæmi um leikmenn sem hafa átt sex mánuði eftir af samningi sínum og hafa ekki endursamið við liðið, heldur farið í annað félag,“ sagði Tebas. PSG hafnaði tvö hundruð milljóna tilboði Real Madrid í Mbappe síðasta sumar. Fjölskylda Mbappe hefur verið í viðræðum um stutta framlenginginu á samningi hans en enginn samningur er í höfn. Hinn 23 ára framherji sýndi snilli sína í Meistaradeildinni í vikunni þegar einstaklingsframtak hans skilaði honum sigurmarkinu í fyrri leik PSG og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira