Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:27 Íris ásamt börnunum þremur. Skíðaköppunum Nökkva og Björgu. Einar ætlar að einbeita sér að snjóbrettinu. Aðsend Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30