Skilur ekki af hverju fjölmiðlar reyna að búa til vandamál milli sín og félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 07:01 Antonio Conte furðar sig á því að verið sé að reyna að skapa vandamál á milli sín og Tottenham. Marc Atkins/Getty Images Antonio Conte, knatsspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt fjölmiðla á Bretlandseyjum fyrir að reyna að búa til vandamál á milli sín og félagsins sem hann þjálfar. Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“ Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“
Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira