Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 22:00 Páley hefur ekki viljað tjá sig um málið. vísir/vilhelm/sigurjón Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. „Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni: Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni:
Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira