Vill selja bíla mótmælenda í Ottawa Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 17:02 Lögregluþjónar skoða einn síðasta bílinn úr „Friðarbílalestinni“ svokölluðu í Ottawa. AP/Adrian Wyld Jim Watson, borgarstjóri Ottawa höfuðborgar Kanada, segist vilja selja bíla sem yfirvöld hafa lagt hald á við lögregluaðgerðir gegn mótmælendum í borginni. Lögreglan hefur á undanförnum dögum stöðvað mótmælin eftir að neyðarástandi var lýst yfir. Mótmæli „frelsisbílalestarinnar“ svokölluðu beindust upprunalega gegn bólusetningarskyldu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en snerust seinna í mótmæli gegn ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra. Samgöngur í Ottawa hafa verið lamaðar í þrjár vikur og hafa mótmælendur valdið mikilli reiði meðal borgarbúa með hávaða frá flautum og vegna umferðaröngþveitis. Mótmælendur lokuðu einnig landamærum Kanada og Bandaríkjanna áður en neyðarástandi var lýst yfir. Lögregluþjónar voru fengnir víðs vegar að frá Kanada til að aðstoða lögregluna í Ottawa við að binda enda á mótmælin en minnst 191 mótmælandi hefur verið handtekinn og lögreglan hefur lagt hald á 57 bíla, þar á meðal vörubíla. ARRESTS / ARRESTATIONS: 191VEHICLES TOWED / VEHICULES REMORQUÉS: 57STREETS CLEARED / RUES DÉGAGÉES: As of this morning, Kent Street and Bay Street are mostly clear of vehicles.#ottnews #ottnouvelles #Ottawa pic.twitter.com/yMkT01ficy— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 20, 2022 CBC News hefur eftir Watson að borgaryfirvöld geti selt bílana sem lögregluþjónar lögðu hald á. Það gæti verið gert á grundvelli neyðarástandslaganna. „Ég vil ekki skila þeim til þessa fólks sem hefur valdið svo mikilli gremju og kvíða í samfélaginu okkar,“ sagði Watson í gærkvöldi. Þannig sagðist hann geta borgað einhvern af hinum mikla kostnaði sem mótmælin hefðu valdið. Watson sagði einnig í dag að hann hefði verið stoltur af þeirri fagmennsku sem lögregluþjónar hefðu sýnt en lögreglan hefur verið sökuð um harðræði gegn mótmælendum við handtökur. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kona hafi dáið eftir að lögregluþjónar á hestum tröðkuðu yfir hana. Það er ekki rétt og lögreglan segir að myndband sem hefur verið notað til að dreifa þessum orðrómi sýni ekki almennilega hvað gerðist. Engan hafi sakað og að hjóli hafi skömmu síðar verið kastað í einn hestanna. We hear your concern for people on the ground after the horses dispersed a crowd. Anyone who fell got up and walked away. We're unaware of any injuries. A bicycle was thrown at the horse further down the line and caused the horse to trip. The horse was uninjured. pic.twitter.com/tgfsl6uxT7— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 19, 2022 Borgarstjórinn sagði einhverja mótmælendur hafa hagað sér með mjög óábyrgum hætti og ögrað lögregluþjónum. Þá sagði Watson að hann vildi að rannsakað yrði hvernig mótmælin hefðu farið úr böndunum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. „Þú getur ekki lengur komið til Ottawa og lokað borginni okkar í fjórar vikur,“ sagði Watson. Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá Ottawa í gær. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir mótmælin hafa komið niður á báðum stærstu stjórnmálaflokkum Kanada. Frjálslyndi flokkur Trudeaus líti illa út fyrir að hafa leyft mótmælunum að valda usla á götum höfuðborgarinnar svo lengi og Íhaldsflokkurinn líti illa út því meðlimir hans hafi verið að taka upp málstað mótmælenda. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti Kanadabúa var hlynntur því að lýsa yfir neyðarástandi og stöðva mótmælin. Kanada Tengdar fréttir Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47 Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mótmæli „frelsisbílalestarinnar“ svokölluðu beindust upprunalega gegn bólusetningarskyldu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en snerust seinna í mótmæli gegn ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra. Samgöngur í Ottawa hafa verið lamaðar í þrjár vikur og hafa mótmælendur valdið mikilli reiði meðal borgarbúa með hávaða frá flautum og vegna umferðaröngþveitis. Mótmælendur lokuðu einnig landamærum Kanada og Bandaríkjanna áður en neyðarástandi var lýst yfir. Lögregluþjónar voru fengnir víðs vegar að frá Kanada til að aðstoða lögregluna í Ottawa við að binda enda á mótmælin en minnst 191 mótmælandi hefur verið handtekinn og lögreglan hefur lagt hald á 57 bíla, þar á meðal vörubíla. ARRESTS / ARRESTATIONS: 191VEHICLES TOWED / VEHICULES REMORQUÉS: 57STREETS CLEARED / RUES DÉGAGÉES: As of this morning, Kent Street and Bay Street are mostly clear of vehicles.#ottnews #ottnouvelles #Ottawa pic.twitter.com/yMkT01ficy— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 20, 2022 CBC News hefur eftir Watson að borgaryfirvöld geti selt bílana sem lögregluþjónar lögðu hald á. Það gæti verið gert á grundvelli neyðarástandslaganna. „Ég vil ekki skila þeim til þessa fólks sem hefur valdið svo mikilli gremju og kvíða í samfélaginu okkar,“ sagði Watson í gærkvöldi. Þannig sagðist hann geta borgað einhvern af hinum mikla kostnaði sem mótmælin hefðu valdið. Watson sagði einnig í dag að hann hefði verið stoltur af þeirri fagmennsku sem lögregluþjónar hefðu sýnt en lögreglan hefur verið sökuð um harðræði gegn mótmælendum við handtökur. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kona hafi dáið eftir að lögregluþjónar á hestum tröðkuðu yfir hana. Það er ekki rétt og lögreglan segir að myndband sem hefur verið notað til að dreifa þessum orðrómi sýni ekki almennilega hvað gerðist. Engan hafi sakað og að hjóli hafi skömmu síðar verið kastað í einn hestanna. We hear your concern for people on the ground after the horses dispersed a crowd. Anyone who fell got up and walked away. We're unaware of any injuries. A bicycle was thrown at the horse further down the line and caused the horse to trip. The horse was uninjured. pic.twitter.com/tgfsl6uxT7— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 19, 2022 Borgarstjórinn sagði einhverja mótmælendur hafa hagað sér með mjög óábyrgum hætti og ögrað lögregluþjónum. Þá sagði Watson að hann vildi að rannsakað yrði hvernig mótmælin hefðu farið úr böndunum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. „Þú getur ekki lengur komið til Ottawa og lokað borginni okkar í fjórar vikur,“ sagði Watson. Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá Ottawa í gær. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir mótmælin hafa komið niður á báðum stærstu stjórnmálaflokkum Kanada. Frjálslyndi flokkur Trudeaus líti illa út fyrir að hafa leyft mótmælunum að valda usla á götum höfuðborgarinnar svo lengi og Íhaldsflokkurinn líti illa út því meðlimir hans hafi verið að taka upp málstað mótmælenda. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti Kanadabúa var hlynntur því að lýsa yfir neyðarástandi og stöðva mótmælin.
Kanada Tengdar fréttir Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47 Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47
Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40
Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02
Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46