Carra: Leeds leikurinn nú kannski mikilvægari fyrir Liverpool en úrslitaleikurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Sadio Mane skorar hér markið sitt á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/ Joe Prior Þetta er stór vika fyrir Liverpool á heimavígstöðvunum. Deildarleikur á Anfield á miðvikudagskvöldið og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn. Eftir úrslit helgarinnar er deildarleikurinn orðinn stærri en áður. Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira