Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 13:18 Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri óttast að skerða þurfi valþjónustu enn frekar vegna manneklu. Vísir/Tryggvi/Aðsend Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar. Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45
Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47
Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40