„Hún var ekki valin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:54 Karen Knútsdóttir er ein fárra sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið í handbolta. vísir/bára Arnar Pétursson segir að Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hafi einfaldlega ekki verið valin í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“ Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira