Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 21:23 Alma Björk Ástþórsdóttir. Vísir/Einar Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“ Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira