Dæmdur í bann út tímabilið fyrir að slá annan þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Juwan Howard mun ekki stýra Michigan í fleiri leikjum í deildarkeppninni á þessu tímabili. getty/John Fisher Juwan Howard, þjálfari körfuboltaliðs Michigan háskólans, hefur verið dæmdur í bann út tímabilið fyrir að kýla aðstoðarþjálfara Wisconsin í leik liðanna um helgina. Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira