Toyota og Yamaha þróa vetnis vél saman Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. febrúar 2022 07:00 V8 vetnisvélin Samstarfinu er ætlað að skila af sér átta strokka, fimm lítra 444 hestafla vetnisvél. Markmiðið er einnig að komast að því hvort vetni sé raunverulegur kostur fyrir brunahreyfilsvélar. Toyota og Yamaha hafa áður unnið saman. Vélin í Lexus LFA ofurbílinn var samvinnuverkefni japönsku framleiðendanna. Sú er af mörgum talin eins besta vél sem smíðuð hefur verið. Nýja vélin byggir á V8 vélinni sem notuð var í Lexus RC F. Yamaha hefur breytt innspýtingunni, loftinntaki og mörgu öðru til að ná fram 444 hestöflum við 6800 snúninga. Það eru tölur sem eru ekki fjarri bensínmótornum. Yamaha hóf vinnu við vélina fyrir átta árum síðan. „Ég sá að vélar sem nota einungis vetni eru með mjög skemmtilega eiginleika og frammistöðu,“ sagði Takeshi Yamada, sem vinnur í rannsóknar- og þróunardeild Yamaha um verkefnið. „Vetnisvélar eru svo vinalegar og auðveldar í notkun að það er hægt að nota þær án mikillar akstursaðstoðar,“ bætti Takeshi við. Vélarnar eru hávaðasamar og skemmtilegar. V8 vetnisvélin er sögð gefa frá sér háa tíðni þegar kemur að pústhljóði. „Ég vil finna bæði frammistöðu og kenna öðrum að njóta brunahreyfilsvéla. Heimurinn er ekki búinn að uppgötva allt þegar kemur að brunahreyfilsvélum,“ hélt Takeshi áfram. Áhugi framleiðanda á vetni virðist vera að aukast. Renault er einnig að vinna að vetnisbíl. Eðlilega eru magnframleiðendur að leita leiða til að tryggja framtíð þeirra og að verða ekki eftir ef aðrir finna snjalla leið til vistvænni framtíðar. Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Toyota og Yamaha hafa áður unnið saman. Vélin í Lexus LFA ofurbílinn var samvinnuverkefni japönsku framleiðendanna. Sú er af mörgum talin eins besta vél sem smíðuð hefur verið. Nýja vélin byggir á V8 vélinni sem notuð var í Lexus RC F. Yamaha hefur breytt innspýtingunni, loftinntaki og mörgu öðru til að ná fram 444 hestöflum við 6800 snúninga. Það eru tölur sem eru ekki fjarri bensínmótornum. Yamaha hóf vinnu við vélina fyrir átta árum síðan. „Ég sá að vélar sem nota einungis vetni eru með mjög skemmtilega eiginleika og frammistöðu,“ sagði Takeshi Yamada, sem vinnur í rannsóknar- og þróunardeild Yamaha um verkefnið. „Vetnisvélar eru svo vinalegar og auðveldar í notkun að það er hægt að nota þær án mikillar akstursaðstoðar,“ bætti Takeshi við. Vélarnar eru hávaðasamar og skemmtilegar. V8 vetnisvélin er sögð gefa frá sér háa tíðni þegar kemur að pústhljóði. „Ég vil finna bæði frammistöðu og kenna öðrum að njóta brunahreyfilsvéla. Heimurinn er ekki búinn að uppgötva allt þegar kemur að brunahreyfilsvélum,“ hélt Takeshi áfram. Áhugi framleiðanda á vetni virðist vera að aukast. Renault er einnig að vinna að vetnisbíl. Eðlilega eru magnframleiðendur að leita leiða til að tryggja framtíð þeirra og að verða ekki eftir ef aðrir finna snjalla leið til vistvænni framtíðar.
Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent