Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Snorri Másson skrifar 23. febrúar 2022 21:45 Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, er feginn að geta loks fellt grímuna. Vísir/Egill Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. Það var líklega fáum brugðið þegar ráðamenn fluttu landsmönnum margboðuð tíðindi um allsherjarafléttingu sóttvarnartakmarkana í hversdagslegu spjalli í Ráðherrabústaðnum í hádeginu í dag. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf og erum komin á þann stað að við teljum okkur geta lifað með þessari veiru,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Munum ekki geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma Þetta er í annað skipti sem öllu er aflétt - síðast var það gert í lok júní á síðasta ári. Þá benti Þórólfur Guðnason réttilega á að þetta væri ekki alveg búið. „Það var sumum sem fannst ég vera leiðinlegi gaurinn en öðrum sem fannst ég bara góði og skemmtilegi gæinn. Ég bara minni á að þetta er ekki alveg búið. Í fyrsta lagi er bylgjan ekki búin, við höfum ekki náð hápunkti í henni og þurfum að huga að því hvort komi aðrar bylgjur með öðrum afbrigðum. Að því leyti er þetta ekki búið en við erum betur stödd núna en síðast þegar ég hafði þessi varnaðarorð,“ segir Þórólfur. „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ var haft eftir Þórólfi þegar öllu var aflétt 26. júní 2021.Vísir/Egill Heilsugæslan er hætt að taka PCR-próf á Suðurlandsbraut og hefur skipt yfir í hraðpróf. Slík próf getur maður líka tekið hjá einkaaðilum og ef maður greinist er maður ekki sendur áfram í PCR. Maður sér síðan sjálfur um að einangra sig. „Það er mælst til þess að fólk verði heima og ég held að allir hafi bara svolítið gott af því ef þeir finna fyrir einkennum að fara vel með sig og vera heima á meðan þeir eru veikir,“ segir Ragnheiður Ósk. Þórólfur minnir á að fólk þurfi enn að passa sig. „Það er fullt af öðrum sýkingum sem fólk getur fengið og veikst alvarlega, þannig að við munum aldrei geta komið í veg fyrir það. En ég held að við séum að gera þetta eins vel og mögulegt er, en við munum aldrei geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Löngu orðið tímabært Almenningur virðist sáttur með breytingarnar, þótt sumir lýsi yfir áhyggjum af viðkvæmari hópum. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Löngu orðið tímabært. Ég er með rekstur og ég ferðast mikið, og nú finnst mér ég vera bara frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég er að fara til London á föstudaginn að sjá mína menn í Liverpool taka Chelsea á Wembley. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir Magnússon. Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, segist feginn að geta fellt grímuna loksins: „Dóttir mín sem er að verða níu ára horfir stundum á mig og segir pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið. Það er ekki mjög sexý.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Það var líklega fáum brugðið þegar ráðamenn fluttu landsmönnum margboðuð tíðindi um allsherjarafléttingu sóttvarnartakmarkana í hversdagslegu spjalli í Ráðherrabústaðnum í hádeginu í dag. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf og erum komin á þann stað að við teljum okkur geta lifað með þessari veiru,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Munum ekki geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma Þetta er í annað skipti sem öllu er aflétt - síðast var það gert í lok júní á síðasta ári. Þá benti Þórólfur Guðnason réttilega á að þetta væri ekki alveg búið. „Það var sumum sem fannst ég vera leiðinlegi gaurinn en öðrum sem fannst ég bara góði og skemmtilegi gæinn. Ég bara minni á að þetta er ekki alveg búið. Í fyrsta lagi er bylgjan ekki búin, við höfum ekki náð hápunkti í henni og þurfum að huga að því hvort komi aðrar bylgjur með öðrum afbrigðum. Að því leyti er þetta ekki búið en við erum betur stödd núna en síðast þegar ég hafði þessi varnaðarorð,“ segir Þórólfur. „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ var haft eftir Þórólfi þegar öllu var aflétt 26. júní 2021.Vísir/Egill Heilsugæslan er hætt að taka PCR-próf á Suðurlandsbraut og hefur skipt yfir í hraðpróf. Slík próf getur maður líka tekið hjá einkaaðilum og ef maður greinist er maður ekki sendur áfram í PCR. Maður sér síðan sjálfur um að einangra sig. „Það er mælst til þess að fólk verði heima og ég held að allir hafi bara svolítið gott af því ef þeir finna fyrir einkennum að fara vel með sig og vera heima á meðan þeir eru veikir,“ segir Ragnheiður Ósk. Þórólfur minnir á að fólk þurfi enn að passa sig. „Það er fullt af öðrum sýkingum sem fólk getur fengið og veikst alvarlega, þannig að við munum aldrei geta komið í veg fyrir það. En ég held að við séum að gera þetta eins vel og mögulegt er, en við munum aldrei geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Löngu orðið tímabært Almenningur virðist sáttur með breytingarnar, þótt sumir lýsi yfir áhyggjum af viðkvæmari hópum. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Löngu orðið tímabært. Ég er með rekstur og ég ferðast mikið, og nú finnst mér ég vera bara frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég er að fara til London á föstudaginn að sjá mína menn í Liverpool taka Chelsea á Wembley. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir Magnússon. Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, segist feginn að geta fellt grímuna loksins: „Dóttir mín sem er að verða níu ára horfir stundum á mig og segir pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið. Það er ekki mjög sexý.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent