Íslenskur pílukastari keppir við þá bestu í heimi í Köben í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2022 09:46 Jonny Clayton og Michael van Gerwen kepptu báðir á Nordic Darts Masters í fyrra og sá síðarnefndi vann mótið. Í ár verður Íslendingur meðal þátttakenda og langlíklegast þykir að það verði Íslandsmeistarinn Matthías Örn Friðriksson. getty/alex burstow Í fyrsta sinn mun Íslendingur keppa á Nordic Darts Masters þar sem átta bestu pílukastarar heims mæta átta keppendum frá Norður- og Eystrasaltslöndunum. Mótið fer fram í Kaupmannahöfn 10. og 11. júní. Ljóst er að Lettinn Madars Razma, Litháinn Darius Labanauskas og Daninn Vladimir Andersen keppa fyrir hönd Norður- og Eystrasaltslandanna á Nordic Darts Masters. Auk þeirra verða tveir keppendur frá Danmörku, einn frá Finnlandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Íslandi, í fyrsta sinn. The invite criterias for the Nordic Darts Masters 2022 are here. And it is already known, that we will see at least two new players at the event, as Vladimir Andersen and an Icelander will get a spot at the event.https://t.co/8HZCmmQ6mM— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) February 23, 2022 Sá Íslendingur sem verður efstur á stigalista PDC Nordic&Baltic mótaraðarinnar 5. júní fær þátttökurétt á mótinu í Kaupmannahöfn. Eins og staðan er núna er Íslandsmeistarinn Matthías Örn Friðriksson langefstur Íslendinganna á stigalistanum. Hann er með fjögur hundruð stig í 7. sæti listans. Þar á eftir kemur Hallgrímur Egilsson sem er í 24. sæti með hundrað stig. Pétur Rúðrik Guðmundsson er svo í 35. sætinu með fimmtíu stig. Tvö mót eiga eftir að fara fram á PDC Nordic&Baltic mótaröðinni áður en Nordic Darts Masters hefst. Þau fara fram í Finnlandi helgina 4.-5. júní. Michael van Gerwen vann Nordic Darts Masters í fyrra en hann sigraði Fallon Sherrock í úrslitaleik, 11-7. Meðal annarra sem kepptu á mótinu á síðasta ári má nefna Gerwyn Price, Jonny Clayton, Gary Anderson og heimsmeistarann Peter Wright. Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Ljóst er að Lettinn Madars Razma, Litháinn Darius Labanauskas og Daninn Vladimir Andersen keppa fyrir hönd Norður- og Eystrasaltslandanna á Nordic Darts Masters. Auk þeirra verða tveir keppendur frá Danmörku, einn frá Finnlandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Íslandi, í fyrsta sinn. The invite criterias for the Nordic Darts Masters 2022 are here. And it is already known, that we will see at least two new players at the event, as Vladimir Andersen and an Icelander will get a spot at the event.https://t.co/8HZCmmQ6mM— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) February 23, 2022 Sá Íslendingur sem verður efstur á stigalista PDC Nordic&Baltic mótaraðarinnar 5. júní fær þátttökurétt á mótinu í Kaupmannahöfn. Eins og staðan er núna er Íslandsmeistarinn Matthías Örn Friðriksson langefstur Íslendinganna á stigalistanum. Hann er með fjögur hundruð stig í 7. sæti listans. Þar á eftir kemur Hallgrímur Egilsson sem er í 24. sæti með hundrað stig. Pétur Rúðrik Guðmundsson er svo í 35. sætinu með fimmtíu stig. Tvö mót eiga eftir að fara fram á PDC Nordic&Baltic mótaröðinni áður en Nordic Darts Masters hefst. Þau fara fram í Finnlandi helgina 4.-5. júní. Michael van Gerwen vann Nordic Darts Masters í fyrra en hann sigraði Fallon Sherrock í úrslitaleik, 11-7. Meðal annarra sem kepptu á mótinu á síðasta ári má nefna Gerwyn Price, Jonny Clayton, Gary Anderson og heimsmeistarann Peter Wright.
Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira