„Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2022 11:57 Oksana hefur gríðarlegar áhyggjur af fjölskyldunni sem býr úti í Úkraínu. Systir hennar segir skelfingu og neyð einkenna lífið í Úkraínu í dag. Vísir/Egill Þessi orð mælti faðir Oksönu Shabatura þegar hún bað hann um að leggja mat á ástandið og spá fyrir um framhaldið í Úkraínu. Þau eru til marks um þá óvissu og skelfingarástand sem almenningur í Úkraínu býr nú við. Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21