Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 15:35 Andrei Menshenin hefur áður boðað til mótmæla við sendiráð Rússa þegar honum misbýður pólitískar ákvarðanir þeirra - en gerir ráð fyrir að fleiri hundruð mæti í dag. Facebook Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira