Erlingur: Sáttur með eitt stig úr því sem komið var Árni Gísli Magnússon skrifar 24. febrúar 2022 20:41 Erlingur Richardsson Vísir/Hulda Margrét KA og ÍBV skildu jöfn, 32-32, í KA heimilinu í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja. Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja.
Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03