Spánverjar áhyggjufullir - öfgahægriflokkur í mikilli sókn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. mars 2022 09:26 Santiago Abascal er formaður VOX. Eduardo Parra/Getty Meirihluti Spánverja hefur miklar áhyggjur af því að þjóðernisflokkur yst á hægri væng stjórnmála gæti sest í ríkisstjórn landsins. 30 prósent þjóðarinnar telja flokkinn hreinræktaðan fasistaflokk. Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði. Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði.
Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15