„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 23:01 Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningi Íslendinga á mótmælunum í dag. vísir Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17