Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur ávarpar mótælendur við rússneska sendiráðið. EPA-EFE/THOMAS SJOERUP Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022 Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022
Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira