Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 19:21 Forseti Úkraínu heldur til í höfuðborginni Kænugarði og stappar stálinu í þjóð sína. AP/forsetaembætti Úkraínu Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira