Jón Gnarr segist hafa verið innblástur fyrir feril Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 22:30 Jón Gnarr kveðst viðurkenna það nú að hann hafi haft rangt fyrir sér. NATO sé ekki alslæmt eftir allt saman. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segist hafa verið innblástur fyrir pólitískan feril Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Jón heimsótti Kænugarð í Úkraínu árið 2019 og er enn í einhverju sambandi við forsetann. Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan. Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan.
Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10