Magdeburg tryggði sér sigur í C-riðli | Kristján skoraði níu í grátlegu tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 19:32 Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tryggðu sér í kvöld sigur í C-riðli Evrópudeildarinnar. Swen Pförtner/picture alliance via Getty Images Íslenskir handboltamenn höfðu í nógu að snúast í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, en Íslendingar voru í edlínunni í fjórum leikjum sem nú var að ljúka. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan sex marka sigur gegn Savehof í toppslag C-riðils. Lokatölur urðu 31-25 eftir að heimamenn í Magdeburg höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magdeburg, en liðið er nú með 17 stig á toppi riðilsins, fimm stigum meira en Savehof sem situr í öðru sæti. Aðeins ein umferð er eftir í riðlinum og sigur kvöldsins þýðir það að Magdeburg er búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Unser GRUPPENSIEG in der EHF European League ist sicher!🔥Wir gewinnen 31:25 gegen IK Sävehof.Spielbericht 👉 https://t.co/9aBkr8CPjZTickets für Sonntag 👉 https://t.co/oXFtoyFOte#scmhuja #ehfel📸 Eroll Popova pic.twitter.com/2tPR6j1pvL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 1, 2022 Þá þurftu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix að sætta sig við grátlegt eins marks tap er liðið heimsótti Gorenje Velenje í C-riðli, 33-32. Kristján og félagar leiddu með einu marki þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka, en heimamenn í Gorenje skoruðu þrjú af seinustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn. Kristján var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Aix, en liðið situr enn á botni riðilsins með aðeins eitt stig. Í B-riðli gerðu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo óvænt jafntefli gegn Cocks sem situr á botni riðilsins. Lokatölur urðu 29-29, en þetta var fyrsta stig Cocks í riðlinum. Bjarki og félagar sitja í fjórða sæti með tíu stig, en liðið er án sigurs í Evrópudeildinni í seinustu fjórum leikjum. Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG nauman eins marks sigur gegn Benfica í toppslag B-riðils, 39-38. Viktor varði sex af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í marki GOG, en liðið situr nú eitt á toppi riðilsins með 15 stig, tveimur stigum meira en Benfica sem situr í öðru sæti. Handbolti Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan sex marka sigur gegn Savehof í toppslag C-riðils. Lokatölur urðu 31-25 eftir að heimamenn í Magdeburg höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magdeburg, en liðið er nú með 17 stig á toppi riðilsins, fimm stigum meira en Savehof sem situr í öðru sæti. Aðeins ein umferð er eftir í riðlinum og sigur kvöldsins þýðir það að Magdeburg er búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Unser GRUPPENSIEG in der EHF European League ist sicher!🔥Wir gewinnen 31:25 gegen IK Sävehof.Spielbericht 👉 https://t.co/9aBkr8CPjZTickets für Sonntag 👉 https://t.co/oXFtoyFOte#scmhuja #ehfel📸 Eroll Popova pic.twitter.com/2tPR6j1pvL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 1, 2022 Þá þurftu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix að sætta sig við grátlegt eins marks tap er liðið heimsótti Gorenje Velenje í C-riðli, 33-32. Kristján og félagar leiddu með einu marki þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka, en heimamenn í Gorenje skoruðu þrjú af seinustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn. Kristján var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Aix, en liðið situr enn á botni riðilsins með aðeins eitt stig. Í B-riðli gerðu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo óvænt jafntefli gegn Cocks sem situr á botni riðilsins. Lokatölur urðu 29-29, en þetta var fyrsta stig Cocks í riðlinum. Bjarki og félagar sitja í fjórða sæti með tíu stig, en liðið er án sigurs í Evrópudeildinni í seinustu fjórum leikjum. Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG nauman eins marks sigur gegn Benfica í toppslag B-riðils, 39-38. Viktor varði sex af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í marki GOG, en liðið situr nú eitt á toppi riðilsins með 15 stig, tveimur stigum meira en Benfica sem situr í öðru sæti.
Handbolti Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira