Hættur eftir að hann var skotinn niður: Hræddur um heilsuna og vinnu sína sem arkitekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 08:32 Brynjar Darri Baldursson gengur af velli eftir að hafa verið skotinn niður. Jóhanna Björk Gylfadóttir sjúkraþjálfari hefur auðvitað áhyggjur af honum. S2 Sport Handboltamarkvörðurinn Brynjar Darri Baldursson er hættur í handbolta og það er ekki af góðu. Hann var skotinn niður í síðasta leik sínum með Stjörnunni og tók þá strax ákvörðun, vinnunnar og fjölskyldunnar vegna, að hætta að verða fyrir skotum andstæðinganna. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira