Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent.
Það vekur athygli þegar listinn er skoðaður að Bryggjugatan í Reykjavík náði þeim árangri að eiga nokkrar á listanum. Staðsetningin á nýbyggingunum spilar þar stórt hlutverk ásamt nútímalegri hönnun og stílhreinum innanhússarkitektúr. Dýrasta eignin sem seldist hér á landi á síðasta ári var seld á 480 milljónir.
Eignirnar má skoða í myndbandinu hér fyrir neðan.