Syngja fyrir Úkraínu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 21:39 Fólk mæti klukkan 8.55 í Túngötu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið. „Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
„Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35