Ancelotti nú orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 12:30 Carlo Ancelotti er á góðri leið með að gera Real Madrid liðið að spænskum meisturum. EPA-EFE/DUMITRU DORU Það er enn miklar vangaveltur í gangi um hver fái það krefjandi starf að taka við sem næsti framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United. Nú síðast var núverandi stjóri Real Madrid nefndur til sögunnar. Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira
Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira