Pete er fyrsti kærasti Kim Kardashian eftir skilnaðinn frá Ye á síðasta ári. Rapparinn hefur alls ekki farið leynt með skoðanir sínar á þessu sambandi og nýtir hvert tækifæri til þess að skjóta á SNL leikarann og uppnefnir hann alltaf sem Skete.
Í tónlistarmyndbandinu við lagið Eazy sem Ye gaf út með The Game má sjá þegar rapparinn rænir leirútgáfu af Pete Davidson og grefur hann með aðeins höfuðið upp úr jörðinni. Á einum tímapunkti virðist sem Ye haldi á höfði Pete, þar að segja leirútgáfunni af honum.
Í myndbandinu gróðursetur Ye rósir á gröf Pete sem vaxa svo upp í kringum hann. Í myndbandinu má svo sjá pallbíl fullan af rósum, en Ye sendi slíka blómasendingu á heimili Kim eftir að hún var byrjuð með Pete.

Ye birti myndbandið sitt á Instagram og aftast er skrifaður smá texti.
„Allir lifðu hamingjusamir til æviloka, nema Skete" en strikað var yfir nafnið og fyrir neðan var skrifað „þið vitið hver.“

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.