Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. mars 2022 22:08 Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur með stigið á móti Haukum en fannst HK eiga skilið stigin tvö. Vísir: Vilhelm Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. „Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“ HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“
HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05