Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Árni Gísli Magnússon skrifar 4. mars 2022 20:43 Jónatan Magnússon, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. „Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum. Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
„Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum.
Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31