Fyrir leik var talið að Álaborg ætti sigurinn vísan en liðið var fyrir leikinn í 2. sæti deildarinnar á meðan Kolding var í 12. sæti og í bullandi fallbaráttu. Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson stóð vaktina með prýði í marki Kolding.
Segja má að um Hafnafjarðarslag hafi verið að ræða en bæði Ágúst Elí og Aron Pálmarsson léku með FH á sínum tíma.
Aron átti sinn þátt í sigri Álaborgar en hann skoraði þrjú mörk í leiknum. Það var hins vegar varamaðurinn Ágúst Elí sem stal fyrirsögnunum. Hann varði 15 skot í leiknum, þar á meðal eitt víti.
Var hann með 44 prósent markvörslu ásamt því að skora eitt mark sjálfur.
Þökk sé sigrinum er Álaborg nú fimm stigum á eftir GOG sem trónir á toppi deildarinnar. Kolding fellur hins vegar niður í 13. sæti og ljóst að liðið mun berjast við fall það sem eftir lifir tímabils.