„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Snorri Másson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 22:00 Tvo daga í röð hefur ekki gengið að flytja íbúa frá hafnarborginni Mariupol. Hér sjást íbúar Irpin í úthverfi Kænugarðs yfirgefa borgina. Vísir/EPA Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira