Boðið í mat tíu árum eftir lífsbjörgina Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2022 06:00 Tómas Guðbjartsson var á vakt þegar Skúli var fluttur á sjúkrahúsið fyrir 10 árum. Síðan þá hefur myndst góð vinátta þeirra á milli. Fyrir tíu árum varð Skúli Eggert Sigurz fyrir fólskulegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni. Góður vinskapur hefur myndast á milli hans og Tómasar Guðbjartssonar læknis sem var á vakt daginn sem ráðist var á Skúla. Fyrir akkúrat tíu árum síðan varð Skúli Eggert Sigurz fyrir alvarlegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni í Reykjavík. Maður kom þá inn á lögfræðistofuna Lagastoð vegna skuldar sem stofan innheimti. Úr varð að Skúli ræddi við manninn á skrifstofu sinni þar sem sá síðarnefndi veitti Skúla lífshættulega áverka. „Um leið og ég sá framan í drenginn hugsaði ég að það væri eitthvað að. Ég sá það á honum. Bara svipurinn í andlitinu. Ég hef oft afgreitt fólk sem á við andleg vandamál að etja og ég sá að það væri eitthvað að,“ sagði Skúli þegar hann ræddi árásina í Kastljósinu árið 2013. Skúli hafði fellt niður allan aukakostnað við skuldina en þegar hann ætlaði að kveðja manninn stakk hann Skúla. „Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því." Guðni Bergsson, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, kom inn á skrifstofu Skúla og náði að keyra árásarmanninn í gólfið. Maðurinn var að lokum dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórhættulega líkamsárás. Fagnaðarfundir áratug síðar Eins og áður segir eru tíu ár síðan árásin átti sér stað. Þennan dag fyrir tíu árum var Tómas Guðbjartsson læknir á vakt á Landspítalanum þegar Skúli var fluttur þangað. Þeir voru þá ókunnugir hvor öðrum en eftir þennan atburð og lífsbjörg Skúla hefur myndast með þeim góð vinátta. Tómas var boðið að halda upp á tímamótin með stórfjölskyldu Skúla og birti mynd af þeim félögum á Facebook síðu sinni í kjölfarið. „Með einstökum viljastyrk og stuðningi samheldinnar fjölskyldu komst Skúli Eggert Sigurz í gegnum þennan risaskafl. Í kvöld var mér boðið að halda upp á árin tíu með stórfjölskyldu Skúla,“ skrifar Tómas. Tímamót Tengdar fréttir "Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04 Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07 Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18 Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Fyrir akkúrat tíu árum síðan varð Skúli Eggert Sigurz fyrir alvarlegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni í Reykjavík. Maður kom þá inn á lögfræðistofuna Lagastoð vegna skuldar sem stofan innheimti. Úr varð að Skúli ræddi við manninn á skrifstofu sinni þar sem sá síðarnefndi veitti Skúla lífshættulega áverka. „Um leið og ég sá framan í drenginn hugsaði ég að það væri eitthvað að. Ég sá það á honum. Bara svipurinn í andlitinu. Ég hef oft afgreitt fólk sem á við andleg vandamál að etja og ég sá að það væri eitthvað að,“ sagði Skúli þegar hann ræddi árásina í Kastljósinu árið 2013. Skúli hafði fellt niður allan aukakostnað við skuldina en þegar hann ætlaði að kveðja manninn stakk hann Skúla. „Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því." Guðni Bergsson, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, kom inn á skrifstofu Skúla og náði að keyra árásarmanninn í gólfið. Maðurinn var að lokum dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórhættulega líkamsárás. Fagnaðarfundir áratug síðar Eins og áður segir eru tíu ár síðan árásin átti sér stað. Þennan dag fyrir tíu árum var Tómas Guðbjartsson læknir á vakt á Landspítalanum þegar Skúli var fluttur þangað. Þeir voru þá ókunnugir hvor öðrum en eftir þennan atburð og lífsbjörg Skúla hefur myndast með þeim góð vinátta. Tómas var boðið að halda upp á tímamótin með stórfjölskyldu Skúla og birti mynd af þeim félögum á Facebook síðu sinni í kjölfarið. „Með einstökum viljastyrk og stuðningi samheldinnar fjölskyldu komst Skúli Eggert Sigurz í gegnum þennan risaskafl. Í kvöld var mér boðið að halda upp á árin tíu með stórfjölskyldu Skúla,“ skrifar Tómas.
Tímamót Tengdar fréttir "Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04 Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07 Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18 Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
"Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04
Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07
Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18
Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31