Úkraínsk íþróttakona sýnir Rússum sannleikann á Instagram reikningi Þjóðverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 10:31 Anastasija Merkushyna talar til Rússa á Instagram reikningi Eric Lesser. Instagram/@erik.lesser Rússnesk stjórnvöld gera allt til þess að þegnar þeirra fái ekki að vita sannleikann um hvað er í gangi í innrás þeirra í Úkraínu. Anastasija Merkushyna er skíðaskotfimikona frá Úkraínu og hún fékk hjálp við að segja rússneskum almenningi sannleikann um innrásina. Þýski skíðaskotfimikappinn Erik Lessers lánaði henni nefnilega Instagram-reikning sinn svo að hún gæti sagt frá því sem væri í gangi. Biathlet Erik #Lesser nutzt auf Instagram seine Reichweite, um Botschaften der Ukrainerin Anastasiya Merkushyna zu verbreiten. Auf Russisch appelliert sie an die russische Bevölkerung, aber auch an russische Sportler*innen, ihre Stimme zu erheben. https://t.co/zFQJ1uY82A pic.twitter.com/EuP7OMvSp0— Deutschlandfunk Sport (@DLF_Sport) March 5, 2022 Hinn 33 ára gamli Lessers er með yfir 150 þúsund fylgjendur og þar sem að skíðaskotfimi er vinsæl íþrótt í Rússlandi þá eru margir þeirra þeirra Rússar. Hann er vanur að vera með skemmtileg innslög um líf sitt sem skíðaskotfimimaður en það var mun alvarlegri tónn í færslum síðustu viku. „Ég taldi rétt að sýna Rússum sannleikann og ekki bara þá útgáfu sem þeir fá í rússneskum fjölmiðlum,“ sagði Erik Lesser við NRK. Anastasija Merkushyna nýtti sér þetta góða boð og á síðustu dögum hefur hún birt fullt af færslum frá Úkraínu á Instagram reikningi Þjóðverjans og hún hefur í þeim talað beint til Rússa. Merkushyna thanked Lesser for the opportunity, saying "I don t have enough words to express how grateful I am!" But she also said "to collect all this pictures from my close friends was extremely hard for me."https://t.co/gKpdwB8Jxh— dpa news agency (@dpa_intl) March 6, 2022 „Hæ, ég heiti Anastasija Merkushyna og ég vil sýna ykkur stríðið í gegnum mín augu,“ sagði hin úkraínska í fyrstu færslu sinni. Hún sagði frá því að það væri erfitt að finna sannleikann um svona stríð og því fékk hún vini sína til að taka myndir af stöðu mála. Þær myndir hefur hún birt. Það er því ekki fallegur sannleikur sem hún hefur fært Rússum síðustu daga. TV 2 í Noregi segir að þrjátíu þúsund Rússar hafi verið í fylgjendahópi Lesser en að þeim hafi þegar fækkað um tíu þúsund. Það er hins vegar ljóst að viðbrögðum og athugasemdum við færslurnar að þetta kemur mörgum Rússum mikið á óvart. Það er líka mikið um kveðjur til Anastasiju þar sem rússneskir ríkisborgarar þakka henni fyrir að sýna veruleikann sem þeir vissu ekkert um. View this post on Instagram A post shared by Erik Lesser (@erik.lesser) Skíðaíþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Sjá meira
Anastasija Merkushyna er skíðaskotfimikona frá Úkraínu og hún fékk hjálp við að segja rússneskum almenningi sannleikann um innrásina. Þýski skíðaskotfimikappinn Erik Lessers lánaði henni nefnilega Instagram-reikning sinn svo að hún gæti sagt frá því sem væri í gangi. Biathlet Erik #Lesser nutzt auf Instagram seine Reichweite, um Botschaften der Ukrainerin Anastasiya Merkushyna zu verbreiten. Auf Russisch appelliert sie an die russische Bevölkerung, aber auch an russische Sportler*innen, ihre Stimme zu erheben. https://t.co/zFQJ1uY82A pic.twitter.com/EuP7OMvSp0— Deutschlandfunk Sport (@DLF_Sport) March 5, 2022 Hinn 33 ára gamli Lessers er með yfir 150 þúsund fylgjendur og þar sem að skíðaskotfimi er vinsæl íþrótt í Rússlandi þá eru margir þeirra þeirra Rússar. Hann er vanur að vera með skemmtileg innslög um líf sitt sem skíðaskotfimimaður en það var mun alvarlegri tónn í færslum síðustu viku. „Ég taldi rétt að sýna Rússum sannleikann og ekki bara þá útgáfu sem þeir fá í rússneskum fjölmiðlum,“ sagði Erik Lesser við NRK. Anastasija Merkushyna nýtti sér þetta góða boð og á síðustu dögum hefur hún birt fullt af færslum frá Úkraínu á Instagram reikningi Þjóðverjans og hún hefur í þeim talað beint til Rússa. Merkushyna thanked Lesser for the opportunity, saying "I don t have enough words to express how grateful I am!" But she also said "to collect all this pictures from my close friends was extremely hard for me."https://t.co/gKpdwB8Jxh— dpa news agency (@dpa_intl) March 6, 2022 „Hæ, ég heiti Anastasija Merkushyna og ég vil sýna ykkur stríðið í gegnum mín augu,“ sagði hin úkraínska í fyrstu færslu sinni. Hún sagði frá því að það væri erfitt að finna sannleikann um svona stríð og því fékk hún vini sína til að taka myndir af stöðu mála. Þær myndir hefur hún birt. Það er því ekki fallegur sannleikur sem hún hefur fært Rússum síðustu daga. TV 2 í Noregi segir að þrjátíu þúsund Rússar hafi verið í fylgjendahópi Lesser en að þeim hafi þegar fækkað um tíu þúsund. Það er hins vegar ljóst að viðbrögðum og athugasemdum við færslurnar að þetta kemur mörgum Rússum mikið á óvart. Það er líka mikið um kveðjur til Anastasiju þar sem rússneskir ríkisborgarar þakka henni fyrir að sýna veruleikann sem þeir vissu ekkert um. View this post on Instagram A post shared by Erik Lesser (@erik.lesser)
Skíðaíþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Sjá meira