Bjarki og félagar náðu yfirhöndinni um miðbik fyrri hálfleiksins náðu mest fjögurra marka forystu í stöðunni 15-11. Þeir leiddu með tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, 19-17.
Heimamenn í Lemgo héldu svo forskoti sínu allan síðari hálfleikinn og unnu að lokum gríðarlega mikilvægan fjögurra marka sigur, 39-35.
Bjarki var sem áður segir markahæsti maður vallarins með tíu mörk úr ellefu skotum fyrir Lemgo. Viktor Gísli átti fínan leik í marki GOG og varði níu skot af þeim 29 sem hann fékk á síg, en það gerir 31 prósent markvörslu.
Lemgo situr nú í fjórða sæti riðilsins með 12 stig eftir alla tíu leiki riðlakeppninnar. GOG trónir enn á toppi riðilsins með 15 stig, en Nantes og Benfica koma þar tveimur stigum á eftir og mætast innbyrgðis í kvöld.
Na so kann man die Gruppenphase der EHF European League doch mal beenden! Wir schlagen den Tabellenführer der Gruppe B, GOG Håndbold!💪
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) March 8, 2022
Heute Abend geht der Blick dann gespannt Richtung Berlin, wo im Duell Füchse Berlin gegen Wisła Płock unser Achtelfinalgegner ermittelt wird.🙌 pic.twitter.com/O84bbjP1se