Marcus Rashford sagður dottinn úr enska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 16:00 Marcus Rashford er í miklum mótvindi þessi misserin. Getty/Matthew Ashton Manchester United-framherjinn Marcus Rashford verður ekki í næsta enska landsliðshóp ef marka má upplýsingar sem hafa lekið í fjölmiðla. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira