Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2022 23:43 Endurance er tiltölulega heillegt, miðað við að það sökk fyrir hundrað árum. AP/Falklands Maritime Heritage Trust/National Georgraphic Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916. Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916.
Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira