Svíar stórauka framlög sín til varnarmála Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu. Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess. Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess.
Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49