Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 16:01 Hugsar Thomas Tuchel sér til hreyfings eftir vendingar síðustu daga? getty/Lewis Storey Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira